Hröð og örugg innheimta slysabóta

Þóknun Slysaréttar er að öllu leyti árangurstengd og kemur einungis til greiðslu þegar slysabætur hafa verið innheimtar.

Bóka gjaldfrjálsan fund

Gjaldfrjáls fundur

Fyrsta viðtal hjá Slysarétti er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar.

Bóka fund

Við fylgjum þér skref fyrir skref

Við gætum hagsmuna þinna frá upphafi til enda og sjáum til þess að þú hljótir þær bætur sem þú átt rétt á.

  1. Tilkynna slys

    Mikilvægt er að tilkynna slys sem fyrst til allra bótaskyldra aðila svo að bótaréttur glatist ekki. Við aðstoðum þig við að tilkynna slysið ef þörf er á.

  2. Gagnaöflun

    Við sjáum um að afla nauðsynlegra gagna, m.a. frá lögreglu, læknum eða öðrum meðferðaraðilum. Gagnaöflun í líkamstjónamálum lýkur þegar stöðugleikapunkti hefur verið náð sem er sá tími þegar læknar gera ekki ráð fyrir frekari bata vegna slyssins.

  3. Mat á afleiðingum

    Þegar gagnaöflun er lokið verður að meta umfang tjóns sem hefur orðið, hversu miklar afleiðingar það hefur og er líklegt að það muni hafa. Við aðstoðum þig í gegnum matsferlið.

  4. Uppgjör

    Við gætum hagsmuna þinna við uppgjör bóta og sjáum til þess að þú hljótir þær bætur sem þú átt rétt á.