Algengar spurningar

Ef þú hefur frekari spurningar eða vilt fá nánari upplýsingar þá hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Bótaréttur getur glatast ef ekkert er aðhafst í málinu. Þess vegna hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur eins fljótt og hægt er.

Almenna reglan er sú að bótakrafa vegna líkamstjóns fyrnist á tíu árum frá því að tjónþoli fékk nauðsynlegar upplýsingar um tjónið og þann sem ber ábyrgð á því eða bar að afla slíkra upplýsinga. Hins vegar geta gilt sérreglur um fyrningu og tilkynningarskyldu.

Hér eru nokkur dæmi um mikilvæg tímamörk: Í tilfellum vátrygginga verður tjónþoli oft að tilkynna um slys innan við ári frá því hann mátti gera sér grein fyrir afleiðingum þess, en annars glatar hann réttinum fyrir tómlæti.

Ef um umferðarslys er að ræða eftir 1. janúar 2020 er almenna reglan sú að bótakröfur vegna líkamstjóns fyrnast þegar tíu ár eru liðin frá slysdegi. Aðrar kröfur fyrnast á fjórum árum og í síðasta lagi tíu árum eftir tjónsatburð.

Bætur úr sjúklingatryggingu vegna í tengslum við rannsókn eða meðferð í heilbrigðisþjónustu fyrnast á fjórum árum frá því að tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt, en ekki síðar en tíu árum frá tjónsatvikinu.

Hafir þú orðið fyrir frítímaslysi verður endanlegt örorkumat að liggja fyrir innan þriggja ára frá slysi.

Mikilvægt er að leita lögmannsaðstoðar til þess að vera viss um að réttur þinn til bóta sé fullnýttur, að rétt niðurstaða fáist í málið og að þú standir ekki höllum fæti gagnvart sérfræðingum hjá tryggingafélögum. Með því að setja málið í hendur okkar sjáum við t.d. um samskipti við tryggingafélög og aðra viðunandi aðila, öflun gagna og innheimtu á kostnaði.

Það er misjafnt hvernig bætur eru metnar. Trygging, aldur og matsniðurstaða eru meðal þeirra þátta sem geta ráðið niðurstöðunni. Um uppgjör kröfu vegna umferðarslyss fer t.d. samkvæmt skaðabótalögum og þá eru bæði metnar tímabundnar og varanlegar afleiðingar. Aðrir málaflokkar, t.d. frítímaslys, miða útreikning bóta við vátryggingasamning og mat sem er framkvæmt á grundvelli hans. Við leiðbeinum viðskiptavinum okkar nánar um hvaða bætur koma til greina í hverju tilfelli fyrir sig.

Tjónþoli á yfirleitt rétt á því að fá útlagðan kostnað endurgreiddan, s.s. lækniskostnað, sjúkraþjálfunar- og lyfjakostnað sem getur fallið til á meðan málið er í ferli. Kostnaðurinn greiðist eftir að bótaskylda hefur verið samþykkt. Í sumum tilvikum getur verið hámark á endurgreiðslu samkvæmt vátryggingaskírteini.

Rekstur bótamála fer eftir eðli og umfangi þess og gagnaöflun getur tekið töluverðan tíma. Almennt er miðað við að fyrst sé hægt að meta varanlega afleiðingar slyss þegar ár er liðið frá slysinu. Því fyrr sem þú hefur samband við okkur, því fyrr getum við fylgt málinu þínu eftir.

Leitaðu læknisaðstoðar eins fljótt og hægt er og láttu vita ef þú telur tjón þitt vera að rekja til slyss. Gott er að halda utan um helstu upplýsingar um slysið, s.s. hvar og hvenær það átti sér stað og hvenær var fyrst leitað læknisaðstoðar. Safnaðu og geymdu frumrit kvittana fyrir öllum útgjöldum sem tengjast slysinu, s.s. læknis-, lyfja-, sjúkraþjálfunar- og ferðakostnaðar til þess að mögulegt sé að hljóta endurgreiðslu á því.

Slysaréttur tekur enga þóknun nema bætur séu innheimtar. Þóknunin er árangurstengd og fer því eftir upphæð bóta hins slasaða. Þá er fyrsta viðtal alltaf viðskiptavinum okkar að kostnaðarlausu.