Persónuvernd & vafrakökur

Persónuverndarstefna Slysaréttar

Í samræmi við ákvæði laga um persónvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 hefur Slysaréttur sett sér eftirfarandi stefnu um meðferð persónuupplýsinga. Til persónuupplýsinga teljast þær upplýsingar sem auðkenna tiltekinn einstakling eða væri hægt að nota í þeim tilgangi. Starfsfólk Slysaréttar skal hafa persónuverndarstefnuna að leiðarljósi í hvert skipti sem unnið er með persónuupplýsingar. Tryggt skal að allar persónuupplýsingar sem Slysaréttur safnar, nýtir eða vinnur með öðrum hætti, séu meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 90/2018.

 

Ábyrgð

Norðdahl, Narfi & Silva ehf. kt. 671021-0450 er ábyrgðaraðili þegar Slysaréttur ákveður hvernig vinna skuli með tilteknar persónuupplýsingar sem veittar hafa verið við rekstur máls.

 

Vinnsla persónuupplýsinga

Starfsfólk Slysaréttar skal ekki vinna með persónuupplýsingar nema til staðar sé fullnægjandi heimild fyrir vinnslunni í persónuverndarlögum. Við upphaf máls veitir skjólstæðingur Slysarétti umboð til þess að gæta hagsmuna sinna. Með umboðinu er veitt heimild til þess að afla þeirra gagna sem nauðsynleg teljast til þess að sinna hagsmunagæslu en umrædd gögn geta falið í sér persónuupplýsingar. Slysaréttur leitast við að afla ekki frekari persónuupplýsinga en þörf er á hverju sinni til þess að ná fram þeim tilgangi með vinnslu þeirra. Vinnsla persónuupplýsinga á vegum Slysaréttar fer fyrst og fremst fram til að geta efnt með fullnægjandi hætti þjónustusamninga við skjólstæðinga Slysaréttar. Starfsfólk Slysaréttar skal ávallt gæta ýtrustu varúðar við vinnslu og vörslu viðkvæmra persónuupplýsinga.

 

Öryggi, áreiðanleiki og takmörkun vinnslu

Slysaréttur skal varðaveita og tryggja öryggi þeirra persónuupplýsinga sem unnið er með. Slysaréttur ábyrgist að viðeigandi verndarráðstafanir séu til staðar sem koma eiga í veg fyrir óleyfilega eða ólögmæta vinnslu. Þá ábyrgist Slysaréttur að persónuupplýsingar séu áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum. Reynist persónuupplýsingar rangar skal þeim eytt eða þær leiðréttar án tafar. Slysaréttur skal einnig gæta þess við vinnslu persónuupplýsinga að þær einskorðist við það sem nauðsynlegt telst. Þá skulu persónuupplýsingar varðveittar á því formi að ekki sé unnt að persónugreina skráða einstaklinga lengur en þörf er á miðað við tilgang vinnslunnar.

 

Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila

Slysaréttur miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema með ótvíræðu samþykki eða til þess að uppfylla skyldur samkvæmt samningi eða lögum. Þegar svo ber undir skal Slysaréttur sjá til þess að viðeigandi verndarráðstafanir séu til staðar.

 

Réttindi skráðra einstaklinga

Byggist vinnsla persónuupplýsinga á samþykki hins skráða getur hann afturkallað samþykki sitt fyrir vinnslu persónuupplýsinga hvenær sem er. Skráðir aðilar geta einnig undir vissum kringumstæðum óskað eftir því að persónuupplýsingar um þá verði leiðréttar eða þeim eytt eða að vinnslan verði takmörkuð. Jafnframt geta skráðir aðilar andmælt vinnslu persónuupplýsinga um þá. Einstaklingur getur óskað eftir afriti af persónuupplýsingum um sig hjá Slysarétti. Hægt er að senda beiðnir um afrit af persónuupplýsingum á tölvupóstfangið [email protected]. Ef sótt er um persónuupplýsingar fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá honum að fylgja beiðninni. Slysaréttur mun bregðast skjótt við beiðnum um afrit af persónuupplýsingum.

 

Eftirfylgni

Slysaréttur áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnu þessari til þess að tryggt sé að hún uppfylli kröfur persónuverndarlaga og persónuverndarreglugerðarinnar. Fyrirspurnum og beiðnum skal beint til umsjónarmanns persónuverndarstefnu þessarar, Magnúsar Davíðs Norðdahl lögm., [email protected].

 

Vafrakökur

Við gætum safnað persónulegum upplýsingum um notendur hvenær sem þeir hafa samskipti við vefinn okkar. Vefsíða Slysaréttar notar „vafrakökur“ til að auka upplifun notenda. Vafrakaka er skrá, gjarnan samsett af bókstöfum og tölustöfum, sem hleðst inn á tölvur þegar notendur fara inn á viss vefsvæði. Með því að samþykkja skilmála Slysaréttar um notkun á vafrakökum er Slysarétti m.a. veitt heimild til þess að gera notendum auðveldara með að vafra um vefsvæðið, t.d. með því að muna eftir fyrri aðgerðum. Slysaréttur notar Google Analytics til vefmælinga en upplýsingar eru skráðar með vefkökum en engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar. Ef þú vilt ekki nota vefkökur er hægt að breyta stillingum í vafranum sem þú notar þannig að þær vistast ekki eða vafrinn biður um leyfi notenda fyrst. Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á kökum verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018. Slysaréttur lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að framan greinar og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.