Læknamistök
Þeir sem verða fyrir tjóni í tengslum við rannsókn eða læknismeðferð hjá heilbrigðisstarfsfólki geta átt rétt á bótum, hvort sem tjónið verður á sjúkrahúsi, heilsugæslu eða einkastofu. Þú getur átt rétt á bótum ef læknismeðferð hefur leitt til tjóns sem hefur varanlegar afleiðingar í för með sér. Það er ekki nauðsynlegt að sýna fram á saknæma háttsemi eða mistök af hálfu heilbrigðisstarfsmanna. Bótaskylda getur til dæmis myndast vegna heilsutjóns sem unnt hefði verið að komast hjá ef rannsókn eða meðferð hefði verið hagað öðruvísi, tjón hlýst af bilun eða galla í búnaði sem er notaður við meðferð, eða þegar tjón hlýst af meðferð sem er meiri en svo að sanngjarnt sé að sjúklingur þoli það bótalaust.
Ef þú ert í einhverjum vafa þá getur þú ráðfært þig við lögmenn Slysaréttar. Fyrsta viðtal hjá Slysarétti er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar. Ekki hika við að hafa samband við Slysarétt hafir þú orðið fyrir læknamistökum. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn.
Bæturnar
Þú getur meðal annars átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáningar, varanlegs miska og varanlegrar örorku, útlagðs kostnaðar og annars fjártjóns.
Ferlið
Mikilvægt er að tilkynna atvik annað hvort til Sjúkratrygginga Íslands eða til viðkomandi vátryggingarfélags ef það er grunur um að mistök hafi átt sér stað í tengslum við læknismeðferð. Lögmenn Slysaréttar sinna samskiptum fyrir þína hönd við Sjúkratryggingar Íslands eða eftir atvikum viðkomandi vátryggingarfélag svo að málið þitt fái rétta meðferð. Þá getum við aðstoðað þig við að afla upplýsinga- og gagna um tjón þitt. Mál sem varða læknamistök eru almennt umfangsmikil og flókin svo það getur verið mikilvægt að koma kröfu að sem fyrst.