Líkamsárásir
Líkamstjón af völdum árásar eru yfirleitt bótaskyld. Mikilvægt er að sá sem verður fyrir líkamsárás leggi fram kæru hjá lögreglu og leiti sér viðeigandi læknismeðferðar og aðstoðar lögmanns strax í kjölfarið til þess að krafa komist að í sakamáli ef til ákæru kemur. Þolendum afbrota er tryggður bótaréttur úr bótasjóði fyrir þolendur afbrota sem getur gripið tilvik sem fást annars ekki bætt frá gerendum. Auk þess kann að skapast réttur í eigin heimilis- eða fjölskyldutryggingu vegna afleiðinga líkamsárásar.
Ef þú ert í einhverjum vafa þá getur þú ráðfært þig við lögmenn Slysaréttar. Fyrsta viðtal hjá Slysarétti er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar. Ekki hika við að hafa samband við Slysarétt hafir þú orðið fyrir líkamsárás. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn.
Bæturnar
Þú getur meðal annars átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáningar, varanlegs miska og varanlegrar örorku, lögmannskostnaðar, útlagðs kostnaðar og annars fjártjóns.
Ferlið
Mikilvægt er að kæra líkamsáras sem allra fyrst til lögreglu. Strax í kjölfarið er mikilvægt að leita aðstoðar lögmanns svo að bótakrafan komist að í sakamáli ef að ákæra verður lögð fram. Þá getur verið nauðsynlegt að tryggja rétt þinn ef að rannsókn er ranglega felld niður eða mál fellt niður af öðrum ástæðum. Lögmenn Slysaréttar aðstoða þig við að hafa samskipti við lögreglu og ákæruvald svo að málið þitt fái rétta meðferð í réttarvörslukerfinu. Þá getum við aðstoðað þig við að afla upplýsinga- og gagna um tjón þitt. Afar mikilvægt er að koma einnig að kröfu hjá bótasjóði fyrir þolendur afbrota svo að réttur til greiðslu þaðan glatist ekki.
Sakamál hafa mjög mismunandi málsmeðferðartíma svo að það getur verið mikilvægt að koma kröfu að sem fyrst. Lögmaður Slysaréttar mun svo mæta með þér í réttarsal og gera grein fyrir kröfu þinni. Lögmenn Slysaréttar geta svo aðstoðað þig við innheimtu bóta í kjölfar dóms og einnig með sjálfstæðu dómsmáli komist krafan ekki að við meðferð sakamálsins.