Slys í frítíma

Ef þú hefur lent í slysi í frítíma þínum kannt þú að eiga bótarétt úr frítímaslysatryggingu sem er almennt innifalin í heimilistryggingum tryggingafélaga. Bótaréttur fer þá alfarið eftir skilmálum trygginganna sem geta verið afar ólíkir. Bótaréttur getur líka verið til staðar hjá Sjúkratryggingum Íslands eða hjá slysatryggingu launþega.

Bóka gjaldfrjálsan fund

Slys í frítíma

Ef þú hefur lent í slysi í frítíma þínum kannt þú að eiga bótarétt úr frítímaslysatryggingu sem er almennt innifalin í heimilistryggingum tryggingafélaga. Bótaréttur fer þá alfarið eftir skilmálum trygginganna sem geta verið afar ólíkir. Bótaréttur getur líka verið til staðar hjá Sjúkratryggingum Íslands eða á grundvelli slysatryggingar launþega vinnuveitanda. Ef þú hefur orðið fyrir frítímaslysi er mikilvægt að tilkynna slysið sem fyrst til Sjúkratrygginga Íslands og viðkomandi tryggingafélags. Þá er auk þess mikilvægt að fara í læknisskoðun strax við fyrsta tækifæri eftir að slysið hefur átt sér stað. Þá er einnig mögulegt að þú eigir rétt á skaðabótum úr hendi þess aðila sem veldur slysinu.

Ef þú ert í einhverjum vafa þá getur þú ráðfært þig við lögmenn Slysaréttar. Fyrsta viðtal hjá Slysarétti er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar. Ekki hika við að hafa samband við Slysarétt hafir þú orðið fyrir frítímaslysi. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn.

Bæturnar

Þú getur meðal annars átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, varanlegrar örorku, útlagðs kostnaðar og annars fjártjóns.

Ferlið

Mikilvægt er að tilkynna sem fyrst um slys sem hefur átt sér stað til viðkomandi vátryggingarfélags og eftir atvikum Sjúkratrygginga Íslands svo bótaréttur glatist ekki. Það er sérstaklega mikilvægt að tilkynna frítímaslys tímanlega en tímafrestir geta ráðist af skilmálum trygginga. Við getum aðstoðað þig við það. Í framhaldinu aðstoðum við þig við öflun upplýsinga- og gagna um tjónið. Þegar öll gögn liggja fyrir fer fram mat á afleiðingum slyss en oftast líður a.m.k. eitt ár frá slysi þar til hægt er að meta afleiðingar þess. Við aðstoðum þig í gegnum matsferlið. Að því loknu fer bótauppgjör fram. Oftast næst samkomulag um bótauppgjör og sjáum við um að senda bótakröfu fyrir þig. Komi til ágreinings um bótaskyldu eða fjárhæð bóta sjáum við um að leita úrlausnar viðeigandi úrskurðarnefnda og/eða dómstóla.

 

Hafðu sambandVið finnum lausn
á þessu saman

Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.

Bóka gjaldfrjálsan fund