Umferðarslys

Eftir umferðarslys getur þú átt ríkan bótarétt hvort sem þú varst farþegi, ökumaður eða vegfarandi. Rétturinn er til staðar þó ökutækið sé óþekkt og líka þegar þú telur þig hafa verið í órétti.

Bóka gjaldfrjálsan fund

Umferðarslys

Eftir umferðarslys getur þú átt ríkan bótarétt hvort sem þú varst farþegi, ökumaður eða vegfarandi. Rétturinn er til staðar þó ökutækið sé óþekkt og líka þegar þú telur þig hafa verið í órétti. Þeir sem slasast af völdum skráningarskylds ökutækis eiga rétt á bótum úr hendi vátryggingarfélags tjónvalds. Aðrir en ökumaður sem verða fyrir líkamstjóni vegna notkunar á ökutæki eiga rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu bílsins fyrir farþega og aðra sem slasast. Ökumaður sem veldur óhappi á bótarétt úr slysatryggingu ökumanns og eiganda en akstur undir áhrifum kann þó að leiða til skerðingar eða brottfalls bótaréttar.

Ef þú hefur orðið fyrir umferðarslysi er mikilvægt að skýrsla sé gerð og lögregla eftir atvikum kölluð til. Síðan er mikilvægt að tilkynna slysið sem fyrst til viðkomandi tryggingafélags. Þá er auk þess mikilvægt að fara í læknisskoðun strax við fyrsta tækifæri eftir að slysið hefur átt sér stað.

Ef þú ert í einhverjum vafa þá getur þú ráðfært þig við lögmenn Slysaréttar. Fyrsta viðtal hjá Slysarétti er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar. Ekki hika við að hafa samband við Slysarétt hafir þú orðið fyrir umferðarslysi. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn.

Bæturnar

Þú getur átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar örorku sem og endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.

Ferlið

Mikilvægt er að tilkynna um umferðarslys og leita til læknis strax eftir að slys hefur átt sér stað til að tryggja sönnun um atvik. Í framhaldinu er gott að hafa samband við okkur og við aðstoðum þig við gagna- og upplýsingaöflun. Í kjölfar þessa fer fram mat á afleiðingum slyss en oftast líður a.m.k. eitt ár frá slysi þar til hægt er að meta afleiðingar þess endanlega. Samt sem áður getur verið mikilvægt að tilkynna slysið fyrir þann tíma. Að því loknu fer bótauppgjör fram. Oftast næst samkomulag um bótauppgjör en komi til ágreinings um bótaskyldu eða fjárhæð bóta sjáum við um að leita úrlausnar viðeigandi úrskurðarnefnda og/eða dómstóla.

 

Hafðu sambandVið finnum lausn
á þessu saman

Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.

Bóka gjaldfrjálsan fund