Vinnuslys
Hafir þú orðið fyrir slysi við vinnu eða á leið til eða frá vinnu getur þú átt rétt á bótum. Launþegar eru tryggðir kjarasamningsbundinni skyldutryggingu hjá vinnuveitanda og eiga rétt á bótum úr slysatryggingu launþega. Þú getur einnig átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands. Ef slysið má rekja til atvika sem vinnuveitandi bar ábyrgð á getur einnig myndast sérstakur bótaréttur úr ábyrgðartryggingu vinnuveitanda eða á á hendur honum sjálfum á grundvelli skaðabótalaga. Þetta getur t.d. verið vegna mistaka eða gáleysis annarra starfsmanna eða vanbúnaðar á vinnustað. Ef um er að ræða vinnuslys þar sem skráningaskylt ökutæki kemur við sögu í vinnuerindum starfsmanns, eða á beinni leið til eða frá vinnu, gilda reglur um umferðaslys um bætur vegna slyssins. Mikilvægt er að vinnuslys séu tilkynnt strax til atvinnurekenda, Sjúkratrygginga Íslands, Vinnueftirlits ríkisins og viðkomandi tryggingafélags. Þá er auk þess mikilvægt að fara í læknisskoðun strax við fyrsta tækifæri eftir að slysið hefur átt sér stað. Vanda þarf til verka við tilkynningar til að tryggja bótarétt. Því er mikilvægt að leita aðstoðar lögmanns sem fyrst vegna vinnuslysa.
Ef þú ert í einhverjum vafa þá getur þú ráðfært þig við lögmenn Slysaréttar. Fyrsta viðtal hjá Slysarétti er þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga. Þóknun er að öllu leyti árangurstengd og bundin því skilyrði að þú hljótir bætur. Aðeins kemur til greiðslu þegar bætur hafa verið innheimtar. Ekki hika við að hafa samband við Slysarétt hafir þú orðið fyrir vinnuslysi. Það kostar ekkert að kanna rétt sinn.
Bæturnar
Ef vinnuslys er skaðabótaskylt getur þú átt rétt á greiðslu bóta vegna tímabundins tekjutaps, þjáninga, varanlegs miska og varanlegrar örorku sem og endurgreiðslu á útlögðum sjúkrakostnaði vegna slyssins.
Ferlið
Mikilvægt er að tilkynna sem fyrst um vinnuslys sem hefur átt sér stað svo bótaréttur glatist ekki. Við getum aðstoðað þig við það. Í framhaldinu aðstoðum við þig við öflun upplýsinga- og gagna um tjónið. Þegar öll gögn liggja fyrir fer fram mat á afleiðingum slyss en oftast líður a.m.k. eitt ár frá slysi þar til hægt er að meta varanlegar afleiðingar þess. Við aðstoðum þig í gegnum matsferlið. Að því loknu fer bótauppgjör fram. Oftast næst samkomulag um bótauppgjör og sjáum við um að senda bótakröfu fyrir þína hönd. Komi til ágreinings um bótaskyldu eða fjárhæð bóta sjáum við um að leita úrlausnar viðeigandi úrskurðarnefnda og/eða dómstóla.