Helgi Þorsteinsson Silva

Lögmaður og eigandi

[email protected]

Helgi lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og fékk lögmannsréttindi árið 2019. Í námi var Helgi virkur í félagsstörfum og sat meðal annars þrisvar í ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema, var aðstoðarmaður doktorsnema, framkvæmdastjóri atvinnunefndar, tók þátt í málflutningskeppnum og varð Orator Oratorum. Þá var Helgi aðstoðarkennari í almennri lögfræði, stjórnsýslurétti og eignarrétti við Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu fyrir Nóbel námsbúðir og Orator á sviði refsiréttar, stjórnsýsluréttar og réttarfars. Helgi hefur sinnt lögfræðistörfum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Lagastofnun Háskóla Íslands, Fiskistofu, sýslumannsembættið á Hvolsvelli og bankaráð Seðlabanka Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Aðrir starfsmenn

Hafðu sambandVið finnum lausn
á þessu saman

Við skoðum öll mál og leggjum okkur fram við að veita faglega, trausta og hraða þjónustu. Ef þú hefur lent í slysi hvetjum við þig til að hafa samband sem fyrst og við komum málinu í farveg.

Bóka gjaldfrjálsan fund